fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Fær Inga bara tvo ráðherra? „Hljómar óþægilega mikið eins og leikskipulag án markvarðar“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. desember 2024 08:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staksteinahöfundur Morgunblaðsins heldur í dag áfram að velta fyrir sér meirihlutaviðræðum Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Viðræðurnar hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur og kvaðst Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, um helgina vera vongóð um að það dragi til tíðinda í vikunni.

Í staksteinum Morgunblaðsins í dag er hugsanlegri ráðherraskipan velt upp og hvernig flokkarnir komi til með að skipta með sér ráðherrastólum.

„Sára­lítið hef­ur spurst út af stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðum, en þó hef­ur kvisast út að rætt sé um að ráðherra­skipt­ing­in verði 4-4-2, sem hljóm­ar óþægi­lega mikið eins og leik­skipu­lag án markv­arðar, sterk á könt­un­um en miðjan brot­hætt,“ segir staksteinahöfundur sem spyr þó hvort þetta sé rétt skipting miðað við fylgi flokkanna í kosningunum.

„Miðað við 21% fylgi Sam­fylk­ing­ar, 16% Viðreisn­ar og 14% Flokks fólks­ins væri eðli­leg skipt­ing 4-3-3. Enn frek­ar auðvitað ef Flokk­ur fólks­ins hef­ur þurft að semja frá sér velflest kosn­ingalof­orðin, líkt og hvískrað er um,“ segir hann.

Í pistli sínum segir höfundur að það virðist sjálfgefið að Kristrún Frostadóttir verði forsætisráðherra og Þorgerður Katrín geti valið hvort henni hugnist betur fjármálaráðuneyti eða utanríkisráðuneyti. Bendir hann á að í fjármálaráðuneytinu felist meiri völd en vegna ólgu í heiminum og stríðsógna – að ógleymdum Evrópumálunum – kunni hið síðarnefnda að skipta meira máli.

En hvað þá með Flokk fólksins?

„Sagt er í hinum flokk­un­um að í Flokki fólks­ins séu of marg­ir sér­vitr­ing­ar til að þar megi finna þrjá ráðherra. Það er gor­geir. Eng­inn ger­ir at­huga­semd­ir við Ingu Sæ­land þó hún sé óvenju­leg­ur stjórn­mála­maður og Viðreisn dett­ur ekki í hug að am­ast við Ölmu Möller þó þeim þyki eng­inn kost­ur verri í heil­brigðisráðuneytið. Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir er sjálfsagt ráðherra­efni og myndi Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son ekki binda sam­an vörn­ina? Inga ræður því,“ segir staksteinahöfundur að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans