Manuel Neuer mun á næstunni skrifa undir nýjan samning við Bayern Munchen út næstu leiktíð. Sky í Þýskalandi segir frá þessu.
Samningur hins 38 ára gamla Neuer rennur út eftir leiktíðina en hefur hann sjálfur opnað sig um það að hann vilji vera áfram hjá Bayern, þar sem hann hefur verið síðan 2011.
Búast má við því að Neuer snúi aftur á völlinn eftir áramót en hann er að glíma við meiðsli.
Undanfarið hefur Bayern verið orðað við markverði sem gætu leyst Neuer af til frambúðar og má þar nefna Bart Verbruggen hjá Brighton.