Well+Good ræddi við þrjá svefnsérfræðinga til að komast að hvað á að forðast skömmu fyrir háttatíma. Þessir, að því er virðist saklausu vanar, geta haft mikil áhrif á svefngæðin og því þarftu að reyna að forðast þá.
Ekki brydda upp á stressandi samtali – Daniel Gartenberg, svefnsérfræðingur, sagði að ekki eigi að brydda upp á stressandi samtali einni til tveimur klukkustundum fyrir háttatímann. Ef það sé gert sé mjög líklegt að umræðuefnið leiti enn á hugann þegar kemur að því að sofna. Þegar tekist er á við flókin eða tilfinningarík samtöl, getur það aukið stress og dregið úr getunni til að sofna.
Forðastu skært ljós – Meredith Broderick, taugalæknir, sagði að um þremur klukkustundum fyrir háttatíma sé gott að deyfa ljósin til að hjálpa líkamanum við framleiðslu melatóníns. Skært ljós getur truflað náttúrulegan dægurrytma líkamans og gert okkur erfiðara fyrir við að sofna.
Ekki sleppa afslöppunarrútínunni – Rebecca Robbins, svefnsérfræðingur, sagði að afslöppunarrútína geti hjálpað til við að hægja á púlsinum og undirbúa líkamann fyrir svefn. Hugleiðsla, léttar teygjuæfingar eða róandi tónlist geta hjálpað ef þú átt erfitt með að sofna sagði hún.
Sérfræðingarnir segja að ekki eigi að borða skömmu fyrir háttatímann því það geti valdið meltingarvanda og bakflæði. Segja þeir að ekki eigi að borða síðustu tvær til þrjár klukkustundirnar fyrir háttatíma.
Svo er það skjánotkunin. Sérfræðingarnir bentu á að ljósið frá skjánum virki eins og koffín. Því á að forðast að nota farsíma, spjaldtölvur og sjónvarp að minnsta kosti í eina klukkustund fyrir háttatíma. Þannig fær heilinn tíma til að slaka á.
Ef þú ferð eftir þessum ráðum, þá geturðu náð rólegri og betri nætursvefni og þar með verður þú ferskari og betur í stakk til að takast á við næsta dag.