fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Pressan

Þess vegna verður þú hratt drukkin(n) á tóman maga

Pressan
Þriðjudaginn 31. desember 2024 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eflaust hafa flestir heyrt hið góða ráð „Borðaðu eitthvað áður en þú drekkur áfengi“. En af hverju er það svona mikilvægt? Af hverju verður maður ölvaður af fyrsta drykknum ef maður hefur ekki borðað neitt áður en drykkjan hófst?

Þegar þú drekkur áfengi, þá byrjar líkaminn um leið að taka það upp í blóðið. Líkaminn tekur alkóhól aðallega upp í gegnum magann og smáþarminn. Þeim mun hraðar sem það kemst til blóðsins, þeim mun fyrr finnur þú fyrir áhrifunum. Ef maginn er tómur, þá er ekkert sem heldur aftur af alkóhólinu. Það þýðir að þú finnur fyrr fyrir áhrifum þess og oft mun meiri áhrifum.

Ef maginn er fullur af mat, þá virkar maturinn eins og einhverskonar stuðpúði sem dregur úr hraðanum á upptöku alkóhólsins því líkaminn er mjög upptekinn við að melta matinn. Þetta þýðir að lifrin hefur meiri tíma til að brjóta alkóhólið niður áður en það kemst út í blóðrásina og til heilans.

Matur gegnir því lykilhlutverki þegar kemur að því hvernig líkaminn tekst á við áfengi.

Fituríkar matvörur eru mjög góðar til að halda aftur af upptöku alkóhóls því líkaminn er lengur að melta þær en aðrar matvörur. Pítsa eða hamborgari getur því verið besti vinur þinn áður en farið er á djammið. Prótín og kolvetni seinka upptöku alkóhóls með að halda maganum uppteknum. Fjótandi matur á borð við súpur og smoothies metta ekki jafn mikið og veita því ekki sömu vernd gegn alkóhóli.

Að drekka á tóman maga getur haft ýmsa ókosti í för með sér. Maður verður fyrr fullur og það getur verið erfitt að átta sig á hversu mikið maður hefur drukkið. Hin skjóta upptaka alkóhóls getur valdið mikilli ölvun sem er ekki endilega skemmtilegt. Ef líkaminn tekur alkóhól hratt upp, þá stressast líkaminn mikið og það getur gert timburmennina næsta dag enn verri en ella. Það eru líka meiri líkur á áfengiseitrun því alkóhólið skellur hraðar og harðar á okkur en þegar við borðum áður en sest er að sumbli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Og íþróttamaður ársins er – – – Vladímír Pútín!

Og íþróttamaður ársins er – – – Vladímír Pútín!
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta eru vinsælustu þáttaraðirnar á Netflix frá upphafi

Þetta eru vinsælustu þáttaraðirnar á Netflix frá upphafi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Múslímskur prédikari í Danmörku hleypir illu blóði í Dani – „Múslimar eiga ekki að taka þátt í hátíðum vantrúaðra eins og jólum“

Múslímskur prédikari í Danmörku hleypir illu blóði í Dani – „Múslimar eiga ekki að taka þátt í hátíðum vantrúaðra eins og jólum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pitsusendill stakk viðskiptavin – Var ósátt við að fá aðeins 300 kr í þjórfé

Pitsusendill stakk viðskiptavin – Var ósátt við að fá aðeins 300 kr í þjórfé
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu

Hann var kallaður Doktor Satan – Það var ekki að ástæðulausu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg

Málverk selt fyrir milljónir í gegnum tíðina – Saga þess er heldur nöturleg