fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu

Pressan
Miðvikudaginn 25. desember 2024 16:30

Hún segir snjallt að setja skó í peningaskápinn í hótelherberginu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar leiðin liggur erlendis er margt sem þarf að hafa í huga og gæta að, ekki síst að gæta að eigum sínum. Margir geyma verðmæti á borð við vegabréf, peninga og skartgripi í peningaskápnum á hótelinu sem gist er á.

Ty Opoku Adjei, flugfreyja hjá Britisth Airways, segir að þess utan þá eigi maður að setja skóna sína í peningaskápinn!!!

Þetta hljómar nú undarlega og eiginlega bara klikkað en Adjei segir að fyrir þessu sé sérstök ástæða. Í samtali við Kukksi sagði hún að peningaskápar í hótelherbergjum hafi einn ákveðinn ókost: „Þegar ferðamenn læsa verðmætin inni, þá gerist það oft að þeir gleyma að taka þau með þegar hótelið er yfirgefið.“

Margir átta sig ekki á þessu fyrr en þeir eru á heimleið og þá getur verið um seinan að gera eitthvað í málinu.

Til að koma í veg fyrir að maður gleymi einhverju í peningaskápnum, leggur hún til að maður setji einn skó inn í skápinn ásamt verðmætunum. Best er að nota skó sem maður ætlar að vera í á heimleiðinni.

„Ef maður setur skó í peningaskápinn, þá verður maður að opna hann áður en maður getur yfirgefið hótelið,“ sagði hún.

Ástæðan er auðvitað að engin skynsamur ferðamaður yfirgefur hótelið sitt skólaus og því minnir þetta viðkomandi á að sækja skóinn, og um leið verðmætin, í peningaskápinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Hvað gerist í líkamanum ef þú drekkur eitt vínglas á hverju kvöldi?

Hvað gerist í líkamanum ef þú drekkur eitt vínglas á hverju kvöldi?
Pressan
Í gær

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri

Með þessu getur þú gert morgnana þína enn betri
Pressan
Í gær

Ótrúleg saga – Lá í dái og talaði reiprennandi frönsku þegar hann vaknaði

Ótrúleg saga – Lá í dái og talaði reiprennandi frönsku þegar hann vaknaði
Pressan
Í gær

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?

Sonurinn skoðaði gamalt jólakort fjölskyldunnar – Sá undarlegan hlut á því – Sérð þú það sem hann sá?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn sýnir tengsl á milli skjátíma og andlegs heilbrigðis barna

Ný rannsókn sýnir tengsl á milli skjátíma og andlegs heilbrigðis barna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu hið fullkomna jólatré og drösluðu því heim – Fengu áfall þegar þau stilltu því upp

Fundu hið fullkomna jólatré og drösluðu því heim – Fengu áfall þegar þau stilltu því upp