Ty Opoku Adjei, flugfreyja hjá Britisth Airways, segir að þess utan þá eigi maður að setja skóna sína í peningaskápinn!!!
Þetta hljómar nú undarlega og eiginlega bara klikkað en Adjei segir að fyrir þessu sé sérstök ástæða. Í samtali við Kukksi sagði hún að peningaskápar í hótelherbergjum hafi einn ákveðinn ókost: „Þegar ferðamenn læsa verðmætin inni, þá gerist það oft að þeir gleyma að taka þau með þegar hótelið er yfirgefið.“
Margir átta sig ekki á þessu fyrr en þeir eru á heimleið og þá getur verið um seinan að gera eitthvað í málinu.
Til að koma í veg fyrir að maður gleymi einhverju í peningaskápnum, leggur hún til að maður setji einn skó inn í skápinn ásamt verðmætunum. Best er að nota skó sem maður ætlar að vera í á heimleiðinni.
„Ef maður setur skó í peningaskápinn, þá verður maður að opna hann áður en maður getur yfirgefið hótelið,“ sagði hún.
Ástæðan er auðvitað að engin skynsamur ferðamaður yfirgefur hótelið sitt skólaus og því minnir þetta viðkomandi á að sækja skóinn, og um leið verðmætin, í peningaskápinn.