CHIP segir að dýralæknar vari fólk við ýmsum fæðutegundum því þær geti valdið alvarlegum heilsufarsvanda og í versta falli dauða.
Súkkulaði er eitthvað sem getur verið freistandi að gefa köttum en það inniheldur þeóbrómin og koffín sem eru hættuleg fyrir ketti. Meira að segja örlítið magn getur valdið uppköstum, niðurgangi, hjartavandamálum og krömpum. Dökkt súkkulaði er sérstaklega hættulegt því það inniheldur mikið af þeóbrómíni.
Laukur og hvítlaukur geta eyðilagt rauðu blóðkorn katta og valdið lífshættulegu blóðleysi. Þarf bara örlítið magn til að svo fari. Sjúkdómseinkenni á borð við slappleika og lystarleysi geta hratt orðið að mjög alvarlegum einkennum.
Vínber og rúsínur eru hollar fyrir okkur fólkið en fyrir ketti er þetta eitur sem getur valdið bráðri nýrnabilun. Einkennin eru uppköst og þreyta nokkrum klukkustundum eftir neysluna.
Koffíndrykkir á borð við kaffi, te og orkudrykki geta valdið hjartavandamálum og fleiri vandræðum hjá köttum. Meira að segja lítið magn getur verið banvænt.
Áfengi er allt annað en gott fyrir heilsu katta, meira að segja í mjög litlu magni.