fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Þessar fæðutegundir geta drepið ketti

Pressan
Miðvikudaginn 25. desember 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir kattaeigendur gera vel við dýrin sín og gefa þeim eitt og annað að borða sem við fólkið gæðum okkur á. En það er ekki alltaf sniðugt því sumar fæðutegundir, sem við borðum, geta stefnt lífi katta í hættu.

CHIP segir að dýralæknar vari fólk við ýmsum fæðutegundum því þær geti valdið alvarlegum heilsufarsvanda og í versta falli dauða.

Súkkulaði er eitthvað sem getur verið freistandi að gefa köttum en það inniheldur þeóbrómin og koffín sem eru hættuleg fyrir ketti. Meira að segja örlítið magn getur valdið uppköstum, niðurgangi, hjartavandamálum og krömpum. Dökkt súkkulaði er sérstaklega hættulegt því það inniheldur mikið af þeóbrómíni.

Laukur og hvítlaukur geta eyðilagt rauðu blóðkorn katta og valdið lífshættulegu blóðleysi. Þarf bara örlítið magn til að svo fari. Sjúkdómseinkenni á borð við slappleika og lystarleysi geta hratt orðið að mjög alvarlegum einkennum.

Vínber og rúsínur eru hollar fyrir okkur fólkið en fyrir ketti er þetta eitur sem getur valdið bráðri nýrnabilun. Einkennin eru uppköst og þreyta nokkrum klukkustundum eftir neysluna.

Koffíndrykkir á borð við kaffi, te og orkudrykki geta valdið hjartavandamálum og fleiri vandræðum hjá köttum. Meira að segja lítið magn getur verið banvænt.

Áfengi er allt annað en gott fyrir heilsu katta, meira að segja í mjög litlu magni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta er algjört kraftaverkaefni gegn kvefi

Þetta er algjört kraftaverkaefni gegn kvefi
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn
Pressan
Í gær

Hin dramatíska saga á bak við úr sem varðveittist eftir Titanic-slysið

Hin dramatíska saga á bak við úr sem varðveittist eftir Titanic-slysið
Pressan
Í gær

Jólamorðið – Af hverju myrti hann Laci?

Jólamorðið – Af hverju myrti hann Laci?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún virtist eiga hið fullkomna líf – Sannleikurinn kom í ljós eftir að eiginmaður hennar fannst látinn

Hún virtist eiga hið fullkomna líf – Sannleikurinn kom í ljós eftir að eiginmaður hennar fannst látinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jólasnjórinn kominn til Tenerife

Jólasnjórinn kominn til Tenerife
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pabbinn vildi sýna syninum hvað fátækt er – Orð drengsins komu honum algjörlega í opna skjöldu

Pabbinn vildi sýna syninum hvað fátækt er – Orð drengsins komu honum algjörlega í opna skjöldu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti