fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Pressan

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa

Pressan
Fimmtudaginn 26. desember 2024 09:00

Bananar eru bæði næringarríkir og bráðhollir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bananar eru einn vinsælasti ávöxtur í heimi. Bragðið er frábært, það er svo einfalt að grípa einn og borða og þeir fást allt árið. En næringargildi þeirra sker sig úr og er mikilvægasta ástæðan fyrir að þeir eru alltaf til á mörgum heimilum.

En hefur þú hugleitt tímasetningu á hvenær þú borðar banana? Það er að segja, hvenær dags þú færð þér einn slíkan. Rannsóknir hafa sýnt að það getur verið gott að borða banana skömmu áður en farið er að sofa.

Bananar eru uppspretta kolvetna og C- og B6-vítamíns.  Þeir innihalda einnig kalíum, járn og magnesíum.

Eitt af því sem mörgum yfirsést kannski er að þeir hafa góð áhrif á svefninn. Í rannsókn, sem vísindamenn við University of Extremadura, gerðu kom fram að það að borða banana eftir kvöldmat getur haft jákvæð áhrif á svefninn. Ástæðan er að bananar innihald tryptófan, sem er amínósýra, sem er notuð í lyfjum til að hjálpa fólki, sem glímir við svefntruflanir, að sofa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 23 klukkutímum
Harmleikurinn í Halifax
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna á ekki að skræla kartöflur áður en þær eru soðnar eða bakaðar

Þess vegna á ekki að skræla kartöflur áður en þær eru soðnar eða bakaðar