fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Ákærður fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 16. desember 2024 21:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag (16. desember) var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur mál sem Héraðssaksóknari hefur höfðað gegn manni fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi.

Maðurinn er sakaður um að hafa föstudagskvöldið 26. nóvember árið 2021, á þáverandi heimili sínu og þáverandi sambýliskonu sinnar, beitt konuna ofbeldi og ólögmætri nauðung. Hann hafi án samþykkis konunnar haft samræði eða önnur kynferðismök við hana, á sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt. Í ákæru segir „…en ákærði greip í hendur A og þrýsti henni með andlitið upp að vegg, en ákærði stóð fyrir aftan hana og hélt henni fastri, tók fætur hennar í sundur og stakk getnaðarlim sínum eða fingri í leggöng hennar, en ákærði skeytti því engu þótt A streyttist á móti og bæði hann ítrekað um að hætta, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut nokkra marbletti á báðum framhandleggjum, þar af einn um 6 sm að stærð á hægri framhandlegg og annan um 2,5 sm að þvermáli á vinstri, sár á vísifingri vinstri handar, marbletti og dreifð eymsli og bólgur á lærum, ásamt eymslum hægra megin í hálsi og í miðlínu hálshryggjar, í úlnliðum og í vinstri olnboga, en með framangreindri háttsemi sinni ógnaði ákærði á alvarlegan hátt heilsu og velferð A.“

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Fyrir hönd brotaþola er krafist miskabóta að upphæð 5 milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans