Það er búið að draga í riðla fyrir lokakeppni EM næsta sumar, þar sem íslenska kvennalandsliðið er á meðal þátttökuþjóða.
Mótið fer fram í Sviss og dróst Ísland í riðil með heimakonum, sem er jákvætt í ljósi þess að önnur lið í efsta styrkleikaflokki þykja mun sterkari. Önnur lið í riðlinum eru Noregur og Finnlandi.
Mótið verður spilað frá 2. til 27. júlí á næsta ári og hér að neðan má sjá riðlana í heild.
A-riðill
Sviss
Ísland
Noregur
Finnland
B-riðill
Spánn
Ítalía
Belgía
Portúgal
C-riðill
Þýskaland
Danmörk
Svíþjóð
Pólland
D-riðill
Frakkland
England
Holland
Wales