UEFA hefur svipt hulunni af bolta EM kvenna 2025 sem fram fer í Sviss, en Ísland er á meðal þátttökuþjóða.
Boltinn ber nafnið KONEKTIS og skartar myndum af helstu kennileitum borganna þar sem mótið fer fram, einnig er að finna innblástur í svissneskt landslag.
Boltinn er framleiddur af adidas og er búinn ýmissi tækni sem á bæði að auðvelda og flýta fyrir ákvörðunum í dómgæslu.