fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Myndband vekur upp spurningar – Settist aldrei í sjö klukkutíma flugi

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 16. desember 2024 20:30

Myndbandið hefur vakið umræður. Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilmikil umræða hefur sprottið á samfélagsmiðlinum TikTok vegna myndbands sem var tekið af konu, standandi á gangi flugvélar. Sá sem tók upp myndbandið hélt því fram að hún hefði staðið alla 7 klukkutíma ferðina.

„Kona í fluginu mínu stóð alla sjö klukkutímana og horfði á bíómyndina sína,“ sagði sá sem tók upp myndbandið. En hann kallar sig Envisionaries á TikTok. Greint er frá myndbandinu og umræðunum á miðlinum Indy100.

Í myndbandinu má sjá konu á flugvélaganginum með teppi vafið um sig. Þó það sé ekki tekið fram þá er nú líklegt að konunni hafi verið gert að sitja í flugtaki og lendingu.

@envisionaries #onthisday ♬ original sound – ❧☙

Hefur fólk velt því fyrir sér hvers vegna hún hafi gert þetta. Hugsanlega út af heilsunni eða vegna veikinda.

„Hún er heilsudrottning,“ sagði einn netverji. „Ég veit að þessi drottning stendur við skrifborðið í vinnunni.“

„Ég er með vefjagigt og ég verð að standa í flugi annars líður mér hræðilega,“ sagði annar. „Ég var með bakmeiðsli einu sinni sem voru þannig að ef ég sat of lengi gat ég ekki gengið eftir það. Það gætu verið heilsufarslegar ástæður fyrir þessu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans