fbpx
Mánudagur 16.desember 2024
Fréttir

Íslendingar á Kanarí hvattir til að passa sig næstu daga

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. desember 2024 16:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmargir Íslendingar munu verja jólunum utan landsteinanna og eru Kanaríeyjar vinsæll áfangastaður. Í Facebook-hópum fyrir Íslendinga á Kanaríeyjum hafa ferðalangar þó verið varaðir við býsna óhagstæðum veðurskilyrðum næstu daga sem gætu gert fólki lífið leitt.

Veðurspár gera nefnilega ráð fyrir að sandstormur frá Sahara-eyðimörkinni muni láta til sín taka á svæðinu næstu daga. Þetta veðurfyrirbrigði, sem oftast er kallað calima, er nokkuð algengt á svæðinu, Tenerife og Gran Canaria, og geta loftgæðin orðið mjög slæm. Spár nú gera ráð fyrir að loftgæðin næstu daga gætu orðið virkilega slæm.

„Þetta er ein versta veðurspá sem ég hef séð fyrir Kanarí eyjaklasann frá því ég fór að dvelja hér. Það er ekki þetta klassíska óveður eins og rok, snjóbylur, rigning, ófærð eða það sem við þekkjum. Heldur er þetta loftgæðaspá fyrir miðvikudaginn 18. des og er næsta vika með afar slæma spá vegna calima,“ sagði til dæmis í einu innleggi í hópnum Kanaríflakkarar í gær sem vakti talsverða athygli.

Þeir sem eru viðkvæmir í öndunarfærum eru sérstaklega hvattir til að fara að með gát þegar verið er utandyra, en svona slæm loftgæði geta einnig haft slæm áhrif á fullfríska einstaklinga.

Loftgæðin verða ekki góð næstkomandi miðvikudag.

 

Hér sést umfang sandstormsins frá Sahara.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Orri taldi 27 lundabúðir á Laugaveginum – Ríkið þurfi að innheimta meiri gjöld af ferðaþjónustunni

Orri taldi 27 lundabúðir á Laugaveginum – Ríkið þurfi að innheimta meiri gjöld af ferðaþjónustunni
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum
Sagt upp á jólunum
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Skiptar skoðanir á Bíladögum á Akureyri – Karlar mun jákvæðari en konur

Skiptar skoðanir á Bíladögum á Akureyri – Karlar mun jákvæðari en konur
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fékk vægan dóm fyrir að misþyrma leigubílstjóra

Fékk vægan dóm fyrir að misþyrma leigubílstjóra
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Snorri segir ýmislegt benda til þess að samstarfið geti súrnað hratt

Snorri segir ýmislegt benda til þess að samstarfið geti súrnað hratt
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

„Nú virðast formennirnir vera að setja upp leikrit“

„Nú virðast formennirnir vera að setja upp leikrit“