Veðurspár gera nefnilega ráð fyrir að sandstormur frá Sahara-eyðimörkinni muni láta til sín taka á svæðinu næstu daga. Þetta veðurfyrirbrigði, sem oftast er kallað calima, er nokkuð algengt á svæðinu, Tenerife og Gran Canaria, og geta loftgæðin orðið mjög slæm. Spár nú gera ráð fyrir að loftgæðin næstu daga gætu orðið virkilega slæm.
„Þetta er ein versta veðurspá sem ég hef séð fyrir Kanarí eyjaklasann frá því ég fór að dvelja hér. Það er ekki þetta klassíska óveður eins og rok, snjóbylur, rigning, ófærð eða það sem við þekkjum. Heldur er þetta loftgæðaspá fyrir miðvikudaginn 18. des og er næsta vika með afar slæma spá vegna calima,“ sagði til dæmis í einu innleggi í hópnum Kanaríflakkarar í gær sem vakti talsverða athygli.
Þeir sem eru viðkvæmir í öndunarfærum eru sérstaklega hvattir til að fara að með gát þegar verið er utandyra, en svona slæm loftgæði geta einnig haft slæm áhrif á fullfríska einstaklinga.