Þann 11. desember síðastliðinn var þingfest fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra mál sem Héraðssaksóknari hefur höfðað gegn manni fyrir nauðgun.
Ákært er vegna atviks frá 4. febrúar á þessu ári. Maðurinn er sakaður um að hafa með ofbeldi og ólögmætri nauðung haft samræði og önnur kynferðismök við konu, án hennar samþykkis: „…en ákærði hélt A fastri, klæddi hana úr nærbuxum og pilsi, hélt fyrir munn hennar og tók hana hálstaki og hafði við hana endaþarmsmök og samræði, allt með þeim afleiðingumað A hlaut mar og húðblæðingar á hálsi og á baki og afrifur í leggangaopi og í endaþarmi,“ segir í ákæru.
Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.
Fyrir hönd brotaþola er krafist miskabóta upp á 4,5 milljónir króna.