fbpx
Mánudagur 16.desember 2024
Fréttir

Akureyringur dreginn fyrir dóm vegna hrottafullrar nauðgunar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 16. desember 2024 16:35

Mynd: Getty. Tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 11. desember síðastliðinn var þingfest fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra mál sem Héraðssaksóknari hefur höfðað gegn manni fyrir nauðgun.

Ákært er vegna atviks frá 4. febrúar á þessu ári. Maðurinn er sakaður um að hafa með ofbeldi og ólögmætri nauðung haft samræði og önnur kynferðismök við konu, án hennar samþykkis: „…en ákærði hélt A fastri, klæddi hana úr nærbuxum og pilsi, hélt fyrir munn hennar og tók hana hálstaki og hafði við hana endaþarmsmök og samræði, allt með þeim afleiðingumað A hlaut mar og húðblæðingar á hálsi og á baki og afrifur í leggangaopi og í endaþarmi,“ segir í ákæru.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Fyrir hönd brotaþola er krafist miskabóta upp á 4,5 milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Fékk vægan dóm fyrir að misþyrma leigubílstjóra

Fékk vægan dóm fyrir að misþyrma leigubílstjóra
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Björguðu augum félaga síns með snarræði

Björguðu augum félaga síns með snarræði
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Nú virðast formennirnir vera að setja upp leikrit“

„Nú virðast formennirnir vera að setja upp leikrit“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Hefur fall Assads Sýrlandsforseta áhrif á stríðið í Úkraínu?

Hefur fall Assads Sýrlandsforseta áhrif á stríðið í Úkraínu?