fbpx
Þriðjudagur 17.desember 2024
433Sport

Athyglisverðar vangaveltur Stefáns Einars eftir tíðindi helgarinnar – „Ég var nú bara að hugsa út fyrir boxið? Er það bannað?“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. desember 2024 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Einar Stefánsson, fjölmiðlamaðurinn geðþekki á Morgunblaðinu, stakk niður penna á Facebook-síðu sinni til að hrósa handboltaþjálfaranum Þóri Hergeirssyni.

Þórir gerði norska kvennalandsliðið í handbolta að Evrópumeisturum í sjötta sinn á dögunum en hann kveður nú eftir 15 ára starf. Stefán velti því fyrir sér hvort hann verðskuldi ekki fálkaorðuna, eins og karlalandsliðið í handbolta hlaut eftir að hafa hlotið silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Pekíng 2008.

„Þórir Hergeirsson er magnaður maður. Sennilega sigursælasti íslenski þjálfari sögunnar á erlendri grund. Er einhver sem getur leiðrétt þá fullyrðingu? Mér finnst undarlegt að honum hafi ekki hlotnast fálkaorðan. Það færi vel á því að hann hlyti stórriddarakross, rétt eins og Guðmundur Guðmundsson gerði eftir að Ísland skilaði sér í úrslit á einu af risamótunum góðu hér um árið. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands – mætti láta orðunefndina taka þetta til skoðunar,“ skrifaði Stefán á Facebook.

Einhverjar umræður sköpuðust undir færslu Stefáns og veltu menn til að mynda fyrir sér næstu skrefum Þóris. Stefán sló þá á létta strengi.

„Vantar karlaliðið í fótboltanum ekki alvöru þjálfara?“ spurði hann, en KSÍ er auðvitað í leit að þjálfara eftir brottför Age Hareide.

Stefáni var bent á að Þórir þjálfaði handbolta en ekki fótbolta en var ekki lengi að svara því.

„Ég var nú bara að hugsa út fyrir boxið? Er það bannað?“ skrifaði Stefán.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

7 milljarða maðurinn má finna sér nýja vinnuveitendur

7 milljarða maðurinn má finna sér nýja vinnuveitendur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hulunni svipt af bolta Evrópumótsins

Hulunni svipt af bolta Evrópumótsins
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þorsteinn bregst við drættinum í dag – „Það er grunnmarkmiðið okkar á þessu móti“

Þorsteinn bregst við drættinum í dag – „Það er grunnmarkmiðið okkar á þessu móti“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rikki G og stjörnubræðurnir að norðan í hár saman – „Myndi bara shut my piehole“

Rikki G og stjörnubræðurnir að norðan í hár saman – „Myndi bara shut my piehole“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Senda frá sér yfirlýsingu í kjölfar andláts í gær

Senda frá sér yfirlýsingu í kjölfar andláts í gær