Færsla David Beckham á Instagram eftir sigur hans manna í Manchester United á Manchester City í gær hefur vakið mikla athygli.
United vann magnaðan endurkomusigur á City í gær með mörkum Bruno Fernandes og Amad Diallo í lok leiks.
„Enduruppbyggingin er hafin. Stór sigur, stór liðssigur með leikmönnum sem vilja klæðast treyjunni,“ skrifaði Beckham á Instagram.
Margir hafa ákveðið að lesa í orð Beckham þannig að hann hafi verið að skjóta á tvo leikmenn United, þá Marcus Rashford og Alejandro Garnacho.
Báðir voru nefnilega utan hóps og virðast ekki inni í myndinni hjá nýja stjóranum Ruben Amorim.
Sitt sýnist hverjum en færslan er hér að neðan.