fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Oscar Pistorius kominn með nýja kærustu – „Er hún rugluð?“

Fókus
Mánudaginn 16. desember 2024 10:15

Rita er á innfelldu myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Suður-afríski spretthlauparinn Oscar Pistorius er kominn með nýja kærustu, innan við ári eftir að hann losnaði úr fangelsi fyrir morðið á kærustu sinni, Reevu Steenkamp, árið 2013.

Pistorius var veitt reynslulausn í janúar á þessu ári en hann skaut kærustu sína til bana á heimili þeirra í janúar 2013. Pistorius hélt því fram að hann hefði talið að innbrotsþjófur væri á heimilinu en margir drógu þann framburð í efa. Fór að lokum svo að Pistorius var dæmdur í rúmlega þrettán ára fangelsi.

Daily Mail greinir frá því í dag að Pistorius hafi að undanförnu sést með hinni 33 ára gömlu Ritu Greyling sem er komin af einni efnuðustu fjölskyldu Suður-Afríku.

Heimildarmaður Netwerk24 segir að Pistorus hafi verið saman í um þrjá mánuði og Pistorius sé að reyna að byggja líf sitt upp aftur.

„Hann reynir að láta ekki mikið fyrir sér fara og forðast að fara á bari og veitingastaði,“ segir heimildarmaðurinn og bætir við að fjölskyldur Pistorius og Ritu hafi þekkst lengi.

Systir Reevu, Simone Cowburn, var ómyrk í máli í samtali við suðurafríska fjölmiðla um helgina þegar hún ræddi málið. „Er hún rugluð,“ spurði hún.

„Það sem mér finnst mest sjokkerandi er hversu lík hún er Reevu. Hún hefur sömu líkamsbyggingu, sama hár og svipað andlit, jafnvel eins augu. Er hann það veikur að hann vildi finna einhverja sem er alveg eins og hún var?“

Simone segist einnig spyrja sig hvernig kona eins og Rita geti lokað augunum við hlið hans á kvöldin, vitandi hvað hann gerði á sínum tíma.

„Reevu fannst Oscar mjög sjarmerandi fyrst um sinn og það er enginn vafi á að þessari konu mun finnast það sama. En svo breytist hann og verður stjórnsamur. Hann varð mjög stjórnsamur og Reeva vildi fara út úr sambandinu en Oscar tók það ekki í mál. Ég hef alltaf verið sannfærð um að Reeva hafi endað sambandið þetta kvöld með þeim afleiðingum að hann missti stjórn á sér.“

Mynd/Skjáskot Instagram
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Prófaði að fylgja mataræði Katrínar hertogaynju

Prófaði að fylgja mataræði Katrínar hertogaynju
Fókus
Fyrir 2 dögum

Janúar áskorun Sunnevu – Segir þetta raunhæfari útgáfu af áskoruninni sem umbreytir fólki

Janúar áskorun Sunnevu – Segir þetta raunhæfari útgáfu af áskoruninni sem umbreytir fólki
Fókus
Fyrir 5 dögum

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þau eignuðust börn árið 2024

Þau eignuðust börn árið 2024
Fókus
Fyrir 6 dögum

Flugmaður Play fangar töfrandi sjónarspil úr háloftunum og gefur góð ráð – Svona nærðu flottum myndum af norðurljósunum

Flugmaður Play fangar töfrandi sjónarspil úr háloftunum og gefur góð ráð – Svona nærðu flottum myndum af norðurljósunum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ævintýralegt drama í Hollywood – Kærurnar ganga á víxl með ásökunum um ófrægingarherferð og óboðlega framkomu

Ævintýralegt drama í Hollywood – Kærurnar ganga á víxl með ásökunum um ófrægingarherferð og óboðlega framkomu