fbpx
Mánudagur 16.desember 2024
433Sport

Gagnrýndi sjálfan sig og liðsfélagana harkalega eftir tapið gegn United – „Ef þú gerir eitthvað svo heimskulegt áttu skilið að borga fyrir það“

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 16. desember 2024 10:30

Ugarte í baráttunni í gær. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bernardo Silva, leikmaður Manchester City, var harðorður í garð sín og liðsfélaga sinna eftir tap gegn Manchester Untied í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Það virtist stefna í 1-0 sigur City þegar United jafnaði úr víti á 88. mínútu og vann svo leikinn með marki skömmu síðar.

City hefur verið í tómu tjóni undanfarið og unnið einn leik af síðustu ellefu í öllum keppnum.

„Við áttum þetta skilið. Ef þetta eru 1-2 leikir getum við talað um heppni eða óheppni en þegar þetta eru tíu leikir snýst þetta um eitthvað annað,“ sagði Silva eftir leik.

„Ef þú ert að vinna nágrannaslag 1-0 og færð hornspyrnu á 87. mínútu sem endar með því að hitt liðið fær vítaspyrnu, ef þú gerir eitthvað svo heimskulegt áttu skilið að borga fyrir það.

Við þurfum að líta inn á við. Þetta snýst um ákvarðanir sem við tökum og við spiluðum síðustu mínúturnar eins og U-15 lið.“

City er í fimmta sæti deildarinnar, 9 stigum frá toppliði Liverpool sem einnig á leik til góða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Guardiola sigraður eftir tapið: ,,Ég er ekki nógu góður“

Guardiola sigraður eftir tapið: ,,Ég er ekki nógu góður“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Fór í viðtal og sendi væna sneið á Albert – „Hvernig gengur þér?“

Fór í viðtal og sendi væna sneið á Albert – „Hvernig gengur þér?“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Amorim um Rashford og Garnacho: ,,Ég fylgist með öllu“

Amorim um Rashford og Garnacho: ,,Ég fylgist með öllu“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

England: Brighton fékk óvæntan skell á heimavelli

England: Brighton fékk óvæntan skell á heimavelli
433Sport
Í gær

Van Dijk ræddi við leikmenn Fulham: ,,Hann var stressaður“

Van Dijk ræddi við leikmenn Fulham: ,,Hann var stressaður“
433Sport
Í gær

Gary O’Neil rekinn frá Wolves

Gary O’Neil rekinn frá Wolves