Russell Martin hefur verið rekinn frá Southampton eftir leik liðsins við Tottenham í kvöld.
Southampton greinir frá þessu á heimasíðu sinni í kvöld en gengi liðsins hefur ekki verið ásættanlegt í vetur.
Southampton spilaði skelfilega gegn Tottenham á heimavelli í kvöld og tapaði 5-0 þar sem öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik.
Martin var undir pressu fyrir þennan leik og nú hefur félagið ákveðið að losa sig við hann endanlega.
Southampton komst í úrvalsdeildina undir stjórn Martin en situr í botnsætinu eftir 15 umferðir.