Manchester United vann magnaðan endurkomusigur á nágrönnum sínum í Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Josko Gvardiol kom City yfir og þegar lítið benti til að United færi með eitthvað frá leiknum fékk liðið víti sem Bruno Fernandes skoraði úr á 88. mínútu.
Ekki nóg með það þá skoraði Amad Diallo sigurmark United skömmu síðar. Lokatölur 1-2.
Joshua Zirkzee kom inn á sem varamaður í leiknum í gær og varð hann greinilega þreyttur á stuðningsmönnum City fyrir aftan sig á varamannabekknum á meðan leik stóð því hann hljóp að þeim eftir að dómarinn flautaði til leiksloka og ögraði þeim.
Stuðningsmenn United hafa hrósað þessari hegðun í hástert en það sama má ekki segja um stuðningsmenn City, sem voru vægast sat pirraðir á þessu athæfi Zirkzee.
Myndband af þessu er hér að neðan.
Joshua Zirkzee has come back to the City fans who were behind the United dugout and given it the big one straight after the full-time whistle 🔴 #MCIMUN pic.twitter.com/opDd2C8UT4
— Aadam Patel (@aadamp9) December 15, 2024