fbpx
Mánudagur 16.desember 2024
433Sport

England: Chelsea lagði Brentford – Tottenham skoraði fimm í fyrri hálfleik

Victor Pálsson
Sunnudaginn 15. desember 2024 20:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea vann tæpan sigur á liði Brentford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en leikið var á Stamford Bridge.

Heimamenn í bláu voru töluvert sterkari aðilinn í þessum leik og komust yfir með skallamarki Marc Cucurella á 43. mínútu.

Brentford byrjaði loks að ógna marki Chelsea þegar leið á seinni hálfleikinn en næsta mark var einnig heimamanna og það skoraði Nicolas Jackson með fínu skoti.

Bryan Mbuemo tókst að minnka muninn fyrir gestina áður en flautað var til leiksloka en lokatölur 2-1 fyrir þeim bláklæddu sem eru í öðru sæti deildarinnar.

Southampton fékk Tottenham í heimsókn á sama tíma þar sem gestirnir léku á alls oddi og höfðu betur mjög sannfærandi 5-0.

Öll mörk Tottenham voru skoruð í fyrri hálfleiknum og var sigurinn því aldrei í neinni hættu.

Chelsea 2 – 1 Brentford
1-0 Marc Cucurella(’43)
2-0 Nicolas Jackson(’80)
2-1 Bryan Mbuemo(’90)

Southampton 0 – 5 Tottenham
0-1 James Maddison(‘1)
0-2 Son Heung Min(’12)
0-3 Dejan Kuluevski(’14)
0-4 Pape Sarr(’25)
0-5 James Maddison(’45)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rashford og Garnacho æfðu í morgun – Ekki í hópnum gegn City

Rashford og Garnacho æfðu í morgun – Ekki í hópnum gegn City
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Byrjunarliðin í Manchester slagnum – Ederson mættur í markið

Byrjunarliðin í Manchester slagnum – Ederson mættur í markið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Áhyggjuefni fyrir Arsenal? – Rice vildi fara af velli

Áhyggjuefni fyrir Arsenal? – Rice vildi fara af velli
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Missti hausinn eftir lokaflautið í gær – Liðsfélagi þurfti að bera hann af velli

Missti hausinn eftir lokaflautið í gær – Liðsfélagi þurfti að bera hann af velli
Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Baunað á sambandið sem „skýtur sig“ enn og aftur í fótinn – „Það eru rosalega mörgu lofað þarna en það er lítið sem er staðið við“

Baunað á sambandið sem „skýtur sig“ enn og aftur í fótinn – „Það eru rosalega mörgu lofað þarna en það er lítið sem er staðið við“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Paul Pogba sagður vera í viðræðum um endurkomu til Manchester

Paul Pogba sagður vera í viðræðum um endurkomu til Manchester
433Sport
Í gær

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi

Erfiðari andstæðingur en bæði Ronaldo og Messi
433Sport
Í gær

Endurkoma í landsliðið er möguleiki – ,,Ég mun hafa samband við hann“

Endurkoma í landsliðið er möguleiki – ,,Ég mun hafa samband við hann“