fbpx
Mánudagur 16.desember 2024
Fréttir

Svíar undirbúa sig undir stríð – Undirbúa hálfa milljón grafstæða

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. desember 2024 06:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænsk yfirvöld undirbúa sig nú undir að til stríðs kunni að koma í landinu og eru að undirbúa hálfa milljón grafstæða fyrir þá sem kunna að falla í því.

Unnið er út frá þeirri sviðsmynd að til stríðs komi sem svipar til þess sem nú geisar í Úkraínu. Áætla yfirvöld að hálf milljón Svía muni falla í slíku stríði. Þetta svarar til þess að fimm prósent þjóðarinnar falli.

Aftonbladet skýrir frá þessu og vísar í tölur frá sænska hernum sem hefur beðið útfararstjóra landsins um að undirbúa áætlun um hvar og hvernig sé hægt að jarðsetja svo mikinn fjölda á skömmum tíma.

Talsmaður almannavarna sagði að líkbrennslur þurfi rafmagn og séu oft knúnar með gasi. Í stríði geti orðið rafmagnsskortur og því þurfi að vera með plan B. Þá þurfi einfaldlega að notast við líkkistur sem taki óneitanlega meira pláss en duftker.

Nú er verið að leita að stórum svæðum þar sem hægt verður að jarðsetja fjölda fólks. Sjónirnar beinast meðal annars að tíu hektara jörð nærri Gautaborg.

Hluti af áætlanagerðinni felur í sér að hermenn frá öðrum NATÓ-ríkjum verði einnig jarðsettir í Svíþjóð.

Svíar hafa verið meðlimir í NATÓ síðan í mars á þessu ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leit að Áslaugu hætt að sinni

Leit að Áslaugu hætt að sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viktoría fékk hjartastopp í Tbilisi og var flutt á bráðadeild – Ríkislögreglustjóri réttlætir aðgerðirnar gegn henni

Viktoría fékk hjartastopp í Tbilisi og var flutt á bráðadeild – Ríkislögreglustjóri réttlætir aðgerðirnar gegn henni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“