Mirror segir að móðir Sally hafi tilkynnt um hvarf hennar fyrr í mánuðinum. Lík þessarar 33 ára konu fannst síðan í síðustu viku.
Lögreglan vill gjarnan hafa upp á eiginmanni hennar, Rex, til að ræða við hann um málið en viðurkennir að hún viti ekki hvort hann er lífs eða liðinn. Danny Doherty, yfirlögregluþjónn, sagði að kringumstæðurnar tengdar andláti Sally séu „óvenjulegar“.
Lík Sally var svo rotið að ekki var hægt að bera kennsl á það út frá fingraförum.
Upptökur úr eftirlitsmyndavélum sýna að silfurlitaðri Toyota Avensis bifreið var ekið við staðinn þar sem líkið fannst. Lögreglan telur að bifreiðin hafi verið notuð til að flytja líkið og síðan hafi líkið verið falið í runnum þar snemma að morgni 30. nóvember.
Kennsl voru borin á líkið með DNA-rannsókn.
Lögreglan segist hafa miklar áhyggjur af velferð Rex og hún viti ekki hvort hann tengist morðinu sé sé einnig fórnarlamb.