fbpx
Mánudagur 16.desember 2024
Pressan

Óhugnanlegt innihald plastpoka – Lögreglan segir málið mjög óvenjulegt

Pressan
Mánudaginn 16. desember 2024 07:45

Zhuojun „Sally“ Li

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralska lögreglan leitar nú dyrum og dyngjum að Jai-Bao „Rex“ Chen eftir að lík eiginkonu hans, Zhuojun „Sally“ Li, fannst í plastpokanærri Sydney flugvelli.

Mirror segir að móðir Sally hafi tilkynnt um hvarf hennar fyrr í mánuðinum. Lík þessarar 33 ára konu fannst síðan í síðustu viku.

Lögreglan vill gjarnan hafa upp á eiginmanni hennar, Rex, til að ræða við hann um málið en viðurkennir að hún viti ekki hvort hann er lífs eða liðinn. Danny Doherty, yfirlögregluþjónn, sagði að kringumstæðurnar tengdar andláti Sally séu „óvenjulegar“.

Lík Sally var svo rotið að ekki var hægt að bera kennsl á það út frá fingraförum.

Upptökur úr eftirlitsmyndavélum sýna að silfurlitaðri Toyota Avensis bifreið var ekið við staðinn þar sem líkið fannst. Lögreglan telur að bifreiðin hafi verið notuð til að flytja líkið og síðan hafi líkið verið falið í runnum þar snemma að morgni 30. nóvember.

Kennsl voru borin á líkið með DNA-rannsókn.

Lögreglan segist hafa miklar áhyggjur af velferð Rex og hún viti ekki hvort hann tengist morðinu sé sé einnig fórnarlamb.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Á að setja salt í kartöfluvatnið á undan eða eftir kartöflunum?

Á að setja salt í kartöfluvatnið á undan eða eftir kartöflunum?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vitsmunaverur gætu stýrt hröðustu stjörnunum í vetrarbrautum

Vitsmunaverur gætu stýrt hröðustu stjörnunum í vetrarbrautum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður
Pressan
Fyrir 3 dögum

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu