The Moscow Times skýrir frá þessu. Shatsky var svo sem ekki fyrsti Rússinn, sem gegndi mikilvægu hlutverki varðandi stríðið í Úkraínu, sem hefur látist á síðustu árum. En nú verður Pútín að finna nýjan mann til að taka við hlutverki Shatsky sem stýrði þróunarvinnunni við Kh-59 og Kh-69 flugskeytin. Rússar hafa skotið mörg hundruð slíkum flugskeytum á Úkraínu.
Ekki liggur ljóst hvað kom nákvæmlega fyrir Shatsky annað en að hann var skotinn. Grunur leikur á að úkraínska leyniþjónustan hafi átt hlut að máli.
The Moscow Times hefur eftir heimildarmanni að allir, sem koma að þróun hergagna og styðja árásarstríð Rússa í Úkraínu, séu á einn eða annan hátt löglegt skotmark.
Á Telegram halda sumir því fram að um „sérstaka aðgerð“ hafi verið að ræða þar sem Shatsky var veginn og að það hafi verið úkraínska leyniþjónustan sem stóð að baki þessari aðgerð.