fbpx
Mánudagur 16.desember 2024
Fréttir

Hefur fall Assads Sýrlandsforseta áhrif á stríðið í Úkraínu?

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. desember 2024 08:00

Bashar al-Assad og Vladimír Pútín eru mestu mátar. Mynd: Pixabay(Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hefur fall Assads Sýrlandsforseta og hugsanlegt brotthvarf rússneska hersins frá Sýrlandi áhrif á stríðið í Úkraínu?

Jótlandspósturinn lagði þessa spurningu fyrir Anders Puck Nielsen, hernaðarsérfræðing, og Isabel Bramsen, sem rannsakar friðarmál.

Þessa dagana liggja rússnesk herskip og kafbátar, sem höfðu áður aðstöðu í flotahöfninni í Tartus í Sýrlandi, nokkra kílómetra undan strönd Sýrlands. Ástæðan er að Rússar vita ekki hver framtíð flotastöðvarinnar verður. Það sama á við um herflugvöllinn Khmeimin, sem er ekki langt frá flotahöfninni.

Dmitry Peskov, talsmaður Vladímír Pútíns forseta, sagði fyrir helgi að enn „sé of snemmt“ að tala um framtíðina. En eftir því sem Wall Street Journal segir þá standa viðræður nú yfir á milli Rússa og uppreisnarmanna í Sýrlandi.

En mun þetta allt saman hafa einhver áhrif á stríðsrekstur Rússa í Úkraínu?

Nielsen sagði að í fyrstu muni þetta ekki hafa mikil bein áhrif en hins vegar sýni þetta að Rússar hafi látið stríðið í Úkraínu ganga framar því að tryggja áhrif sín í Miðausturlöndum og víðar. Stríðið í Úkraínu hafi orðið til þess að Rússar hafi ekki beint sjónum sínum að því að tryggja Assad áframhaldandi völd.

„Þetta sýnir greinilega að Rússland er ekki svo öflugt stórveldi eins og þeir höfðu líklega ímyndað sér. Það getur verið að þetta geti haft áhrif á hugmyndir þeirra um hver árangurinn af stríðinu í Úkraínu getur orðið,“ sagði hann.

Í haust var talið að 7.500 rússneskir hermenn og málaliðar úr Wagnerhópnum væru í Sýrlandi. Einnig voru Rússar með orustuþotur og fraktflugvélar þar auk loftvarnarkerfa og annarra hergagna. Þess utan voru sex herskip og að minnsta kosti einn kafbátur þar.

Skipin og kafbáturinn geta ekki tekið beinan þátt í stríðinu í Úkraínu því Tyrkir meina þeim að sigla í gegnum Bosporussundið.

Nielsen sagði að ef Rússar hverfa alveg frá Sýrlandi muni það ekki hafa mikil áhrif á stríðið í Úkraínu. Þeir fái þá nokkrar flugvélar og annað sem þeir geti flutt til Úkraínu en þegar horft sé á heildarmyndina og hversu miklu Rússar hafi kostað til í Úkraínu, þá breyti þetta ekki jafnvæginu á milli stríðsaðilana.

Bramsen sagði margt geti enn gerst í þessum efnum en ljóst sé að Rússar hafi þarna misst gamlan bandamann á alþjóðavettvangi. Þetta sé vitni þess að Rússar séu í vanda. Þetta geti orðið til þess að Rússar, þrátt fyrir að þeir segi annað, séu líklegri til að semja um vopnahlé. Jafnvel meira en bara um að stöðva bardagana hér og nú. Rússneskur efnahagur eigi í vök að verjast og landið geti ekki gegnt því hlutverki á alþjóðavettvangi, sem það gjarnan vill, og því sé ekki útilokað að það sé auðveldara að eiga við Rússa en þeir vilja vera láta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Senur í Suður-Kóreu – Þingið ákvað að ákæra Yoon forseta

Senur í Suður-Kóreu – Þingið ákvað að ákæra Yoon forseta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvað er að gerast með flygildin sem sést hafa yfir Bandaríkjunum og Bretlandi – Yfirnáttúruleg fyrirbæri eða yfirvofandi árásir fjandmanna

Hvað er að gerast með flygildin sem sést hafa yfir Bandaríkjunum og Bretlandi – Yfirnáttúruleg fyrirbæri eða yfirvofandi árásir fjandmanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Valkyrjurnar halda ótrauðar áfram

Valkyrjurnar halda ótrauðar áfram
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt

Ari Hermóður sakfelldur fyrir fjárdrátt