Með því að frysta matvæli er hægt að geyma þau mánuðum saman og nota þegar rétti tíminn rennur upp. Þetta er því mjög hentug lausn í amstri hversdagsins.
En það er til eitt grænmeti sem ekki er hægt að frysta eða geyma í dós sem dósamat með löngum endingartíma.
Þetta er salat. Ástæðan er að það er 95% vatn. Vatnið breytist í ískristala þegar það er fryst. Kristalarnir eyðileggja frumuveggina og salatið verður því mjúkt og nánast grautarkennt þegar það er látið þiðna.
Chow Hound segir að sérfræðingar segi að allt vatnið í salatinu frjósi og verði að ískristölum og þeir eyðileggi frumuuppbygginguna.
Hið mikla vatnsinnihald skýrir einnig af hverju salat er ekki sett í niðursuðudósir. Þá þarf oftast að gufusjóða matvælin og það myndi gjörbreyta salatinu.
Ef þú vilt lengja líftíma salats, þá er hægt að gera það með því að setja salatblöðin í poka, með rennilás, ásamt pappírsþurrkum. Pokanum er síðan lokað og hann settur í ísskápinn.