fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Pressan

Þetta er eina grænmetið sem ekki er hægt að frysta eða setja í dós

Pressan
Fimmtudaginn 26. desember 2024 13:30

Grænmeti er allra meina bót. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir frysta matvörur til að lengja líftíma þeirra og draga úr matarsóun. Þetta á meðal annars við um kjöt og brauð og einnig grænmeti en líftími þeirra er oft stuttur.

Með því að frysta matvæli er hægt að geyma þau mánuðum saman og nota þegar rétti tíminn rennur upp. Þetta er því mjög hentug lausn í amstri hversdagsins.

En það er til eitt grænmeti sem ekki er hægt að frysta eða geyma í dós sem dósamat með löngum endingartíma.

Þetta er salat. Ástæðan er að það er 95% vatn. Vatnið breytist í ískristala þegar það er fryst. Kristalarnir eyðileggja frumuveggina og salatið verður því mjúkt og nánast grautarkennt þegar það er látið þiðna.

Chow Hound segir að sérfræðingar segi að allt vatnið í salatinu frjósi og verði að ískristölum og þeir eyðileggi frumuuppbygginguna.

Hið mikla vatnsinnihald skýrir einnig af hverju salat er ekki sett í niðursuðudósir. Þá þarf oftast að gufusjóða matvælin og það myndi gjörbreyta salatinu.

Ef þú vilt lengja líftíma salats, þá er hægt að gera það með því að setja salatblöðin í poka, með rennilás, ásamt pappírsþurrkum. Pokanum er síðan lokað og hann settur í ísskápinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Jólasaga lögreglumanns – Hana ættu allir að lesa

Jólasaga lögreglumanns – Hana ættu allir að lesa
Pressan
Í gær

Hjálpaði unnustunni við heimilisþrifin í fyrsta sinn – Endaði með skelfingu

Hjálpaði unnustunni við heimilisþrifin í fyrsta sinn – Endaði með skelfingu
Pressan
Í gær

Hvað varð um börnin fimm sem hurfu sporlaust á jóladag? Fjöldi kenninga á lofti enn þann dag í dag

Hvað varð um börnin fimm sem hurfu sporlaust á jóladag? Fjöldi kenninga á lofti enn þann dag í dag
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konunglega hneykslið sem var falið 35 km frá höllinni

Konunglega hneykslið sem var falið 35 km frá höllinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta er algjört kraftaverkaefni gegn kvefi

Þetta er algjört kraftaverkaefni gegn kvefi
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hin dramatíska saga á bak við úr sem varðveittist eftir Titanic-slysið

Hin dramatíska saga á bak við úr sem varðveittist eftir Titanic-slysið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jólamorðið – Af hverju myrti hann Laci?

Jólamorðið – Af hverju myrti hann Laci?