Það er ólíklegt að Joshua Zirkzee sé að skrifa undir samning við ítalska stórliðið Juventus í janúarglugganum.
Þetta segir Cristiano Giuntoli sem er yfirmaður knattspyrnumála félagsins en Zirkzee er orðaður við endurkomu til Ítalíu.
Hollendingurinn er á mála hjá Manchester United eftir komu í sumar en frammistaða hans hefur heillað fáa.
Giuntoli segist vera hrifinn af Zirkzee sem leikmanni en er ekki að horfa í að fá hann inn á nýju ári.
,,Zirkzee í janúarglugganum? Við bíðum enn eftir Milik. Ég get bara sagt að Zirkzee er mjög góður leikmaður en hann er samningsbundinn Manchester United,“ sagði Giuntoli.
,,Ég get ekki bætt við fleiri leikmönnum eins og er, við erum að horfa í allt aðra hluti.“