Fyrrum leikmaður Manchester City er orðinn forseti Georgíu en það er maður að nafni Mikheil Kavelashvili.
Þetta varð staðfest nú rétt fyrir helgi en Kavelashvili gerði garðinn frægan sem fótboltamaður á sínum yngri árum.
Kavelashvili er 53 ára gamall í dag en hann spilaði með City frá 1995 til 1997 eftir komu frá Dinamo Tbilisi í heimalandinu.
Kavelashvili spilaði fyrir fleiri góð lið á sínum ferli en þá aðallega í Sviss og má nefna Zurich, Lusern og Basel.
Þessi ágæti maður er nokkuð umdeildur í heimalandinu en ksoningin er talin vera sigur fyrir forseta Rússlands, Vladimir Putin.
Kavelashvili lagði skóna á hilluna árið 2006 en hann lék einnig 46 landsleiki fyrir Georgíu á sínum ferli.