Það vekur heldur betur athygli í dag að Marcus Rashford og Alejandro Garnacho eru ekki með Manchester United gegn Manchester City.
Um er að ræða mikilvægan grannaslag sem fer fram á Etihad en þessir tveir lykilmenn eru ekki í hópnum.
Greint er frá því að báðir leikmenn hafi æft á æfingasvæði United í morgun og var útlit fyrir að þeir myndu taka þátt.
Þeir eru þó ekki sjáanlegir á leikskýrslu en ástæðan að svo stöddu er óljós og verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu.
Flautað verður til leiks klukkan 16:30 á heimavelli Englandsmeistarana.