fbpx
Sunnudagur 13.apríl 2025
Fréttir

Ógnarstór kastali hefur risið í Póllandi og enginn veit hver eigandinn er

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 15. desember 2024 21:30

Kastalinn umdeildi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2015 hófust umdeildar framkvæmdir við kastala í miðaldarstíl í Póllandi. Kastalinn er byggður á manngerðri eyju í útjaðri Notecka-skógar, sem er í klukkutíma fjarlægð frá borginni Poznan. Fyrst um sinn flaug framkvæmdin undir radarinn en nokkrum árum síðar sprakk málið út þegar ljóst var hvaða ferlíki var að rísa en kastalinn er 200 metrar að lengda og hæsti turninn um sjötíu metrar.

Mikil umræða fór í gang um að framkvæmdin væri ólögleg og hana ætti að stöðva en þrátt fyrir einstaka hlé í framkvæmdunum, meðal annars vegna málaferla og lögreglurannsóknar,  hefur kastalinn smátt og smátt risið og er í dag níu árum síðar, nokkurn veginn tilbúinn.

Það sem er furðulegast í málinu er að enginn veit almennlega hver er eigandi kastalans né hver tilgangurinn með byggingunni er. Nokkrir pólskir milljarðamæringar hafa verið nefndir sem mögulegir eigendur og þá er hávær orðrómur um að verkefnið hafi verið fjármagnað með peningum úr erlendum skattaskjólum.  Talsmenn hins dularfulla eiganda hafa sagt að kastalinn verði heimili viðkomandi í framtíðinni en aðrir telja fullvíst að tilgangurinn sé sá að breyta kastalanum í lúxushótel.

Eigandinn virðist að minnsta kosti ætla að hafa einhverjar tekjur af ferðaþjónustu en nýlega var kastalinn opnaður fyrir ferðamönnum sem geta skoðað hluta hans gegn gjaldi, keypt veitingar i kaffihúsi á staðnum og notið lífsins í siglingu umhverfis kastalann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Allt fór í uppnám í Breiðholti vegna þriggja metra

Allt fór í uppnám í Breiðholti vegna þriggja metra
Fréttir
Í gær

Hópur ungmenna kom að slysinu á Siglufjarðarvegi

Hópur ungmenna kom að slysinu á Siglufjarðarvegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óskilorðsbundið fangelsi og tæplega 2 milljarða sekt í einu allra stærsta skattsvikamáli Íslandssögunnar – Komu peningunum í skjól aflandsfélaga

Óskilorðsbundið fangelsi og tæplega 2 milljarða sekt í einu allra stærsta skattsvikamáli Íslandssögunnar – Komu peningunum í skjól aflandsfélaga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigrún lýsir margra ára ofbeldissambandi – „Ekki tala um mig sem eitthvað grey. Það er hann sem er grey, ekki ég“

Sigrún lýsir margra ára ofbeldissambandi – „Ekki tala um mig sem eitthvað grey. Það er hann sem er grey, ekki ég“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvær konur um fertugt unnu stóra vinninginn í lottóinu um síðustu helgi – Þetta ætla þær að gera

Tvær konur um fertugt unnu stóra vinninginn í lottóinu um síðustu helgi – Þetta ætla þær að gera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jakob Bjarnar skrifaði bréf til þjófsins og í kjölfarið gerðust undarlegir hlutir

Jakob Bjarnar skrifaði bréf til þjófsins og í kjölfarið gerðust undarlegir hlutir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dómi yfir Schäfer mæðgunum snúið við – Allt of hörð viðurlög Hundaræktunarfélagsins

Dómi yfir Schäfer mæðgunum snúið við – Allt of hörð viðurlög Hundaræktunarfélagsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Taldi Isavia hafa gróflega vegið að starfsheiðri sínum og æru

Taldi Isavia hafa gróflega vegið að starfsheiðri sínum og æru