Wolves er búið að reka Gary O’Neil úr starfi eftir virkilega slæma byrjun á þessu tímabili.
Þetta staðfesti félagið nú rétt í þessu en O’Neil hefur verið valtur í sessi undanfarnar vikur.
Stjórn Wolves fékk nóg í gær eftir að Wolves tapaði heima 2-1 gegn nýliðum Ipswich í nokkuð spennandi leik.
Nokkrir menn eru orðaðir við starfið og þar á meðal Ole Gunnar Solskjær sem var einmitt á leiknum í gær.
Wolves er í 19. sæti deildarinnar og er aðeins með níu stig eftir 16 umferðir.