Pep Guardiola minnir fólk á það að hann er mennskur líkt og aðrir en hann hefur verið mikið í umræðunni undanfarnar vikur.
Ástæðan er gengi Manchester City sem hefur alls ekki spilað sinn besta leik á tímabilinu eftir að hafa unnið deildina á síðustu leiktíð.
City hefur unnið einn af síðustu tíu leikjum sínum og mætir grönnunum í Manchester United á Etihad í dag.
,,Ég er manneskja sem verður stundum stressuð. Ég á mína slæmu daga, ég geri mikið af mistökum og dónaskapur gerir mér erfitt fyrir,“ sagði Guardiola.
,,Á ég það til að missa hausinn? Já. Ég sef illa og borða illa í dag. Ég verð alltaf að borða létta máltíð, ég fæ mér alltaf súpu á kvöldin.“
,,Ég er sami þjálfari og ég var fyrir fimm mánuðum, sá sem vann ensku úrvalsdeildina.“