Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool, segir að dómarinn Tony Harrington hafi verið stressaður í leik liðsins í gær.
Harrington sá um að dæma leik Liverpool við Fulham á Anfield en viðureigninni lauk með 2-2 jafntefli.
Harrington gaf Andy Robertson, leikmanni Liverpool, beint rautt spjald snemma leiks og missti mögulega tökin eftir þá ákvörðun að mati Van Dijk.
,,Ég ræddi við leikmenn Fulham og við vorum sammála um það að dómarinn hafi verið stressaður,“ sagði Van Dijk.
,,Hann gat ekki rætt við Robertson almennilega að mínu mati. Við getum hins vegar ekki kennt honum um.“
,,Við tölum öll um að vernda dómarana en ég gat ekki rætt við hann.“