Manchester City er óvænt talið vera að reyna við miðjumanninn Paul Pogba sem er án félags í dag.
Pogba birti athyglisverða færslu á föstudag þar sem hann gaf í skyn að tilkynning væri á leiðinni varðandi hans framtíð.
Pogba er 31 árs gamall miðjumaður en hann þekkir til Englands eftir dvöl hjá Manchester United.
Grannarnir í City eru sagðir vera að skoða það að semja við Pogba en Independent greinir frá þessu í dag.
Pogba er laus allra mála eftir að hafa yfirgefið Juventus og má byrja að spila aftur í mars á næsta ári eftir að hafa tekið út leikbann fyrir steranotkun.