Mikael Egill Ellertsson skoraði í kvöld er Venezia mætti Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni.
Leikurinn var mjög fjörugur í seinni hálfleik en Venezia lenti undir eftir 19 mínútur er Federico Gatti skoraði fyrir Juventus.
Staðan var 1-0 þar til á 61. mínútu er Mikael komst á blað fyrir Venezia og jafnaði metin.
Venezia skoraði svo aftur er sjö mínútur voru til leiksloka og var útlit fyrir að liðið myndi tryggja sigur.
Því miður fyrir gestina þá fékk Juventus vítaspyrnu í blálokin og úr henni skoraði Dusan Vlahovic til að tryggja jafntefli.