Anton er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV. Horfðu á brot úr þættinum hér að neðan. Þú getur einnig horft á þáttinn í heild sinni hér, eða hlustað á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Anton greindist með mjög sjaldgæfa tegund af krabbameini í sumar. Hann hafði verið með æxlið um nokkurt skeið en fengið þær fréttir frá læknum að það væri góðkynja og ekkert til að hafa áhyggjur af. Hann vildi seinna láta fjarlægja það því það var farið að valda honum óþægindum, þá kom í ljós að um væri að ræða illkynja æxli sem að meðaltali einn greinist með á þriggja ára fresti á Íslandi.
Hann segir að það hafi kennt honum ýmislegt að ganga í gegnum þetta. „Ég var með smá heilsufarskvíða fyrir þetta, þannig ég hugsaði mjög oft: Hvað ef ég vakna einn daginn og ég er bara með krabbamein? Það er eitthvað sem ég pældi oft í,“ segir hann.
„Síðan gerðist það og það var ótrúlega erfitt tímabil, en núna… þetta var svona það versta sem ég gat ímyndað mér að myndi gerast fyrir mig og það gerðist og ég kom vel út úr því.“
Anton kláraði geislameðferð í byrjun nóvember. „Síðan hef ég verið að jafna mig eftir það,“ segir hann.
Næst á dagskrá er skoðun á lungum og endurmat hjá lækni. „Eftir það er síðan eftirfylgd þar sem er fylgst með mér á hálfs árs fresti.“
@antonbjarkiolsen Behind the scenes of the Spring 2025 collection debut at Erlendur Fashion Week Iceland. After a year of hard work and overcoming personal challenges, this moment at the Whales of Iceland Museum was incredibly emotional. Featuring live music by HINIR, this video captures the essence of a collection close to my heart. #antonbjarkiolsen #Couture #Iceland #runway #bts #MensFashion #fashiontiktok #fyp ♬ original sound – Anton Bjarki Olsen
Anton gaf út forvorlínu 2025 (pre spring 2025) í byrjun desember sem hefur hlotið góðar viðtökur. Hann var í miðju sköpunarferli þegar hann greindist.
„Að vinna að línunni leyfði mér að setja allann fókus á hana og hjálpaði mér að halda ró á meðan. Línan endurspeglar ástríðu mína fyrir hönnun og tengingu mína við íslenska menningu,” segir hann.
Hann ræðir það nánar í þættinum sem má horfa á í heild sinni hér að hlusta á Spotify.
Fylgstu með Antoni á Instagram, TikTok og á heimasíðu hans.