fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Fréttir

Sláandi skýrsla sögð sýna fram á áratuga misnotkun munks á „velsku barnaníðingseyjunni“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 14. desember 2024 19:30

Faðir Thaddeus Kotik var hrottalegur níðingur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskur munkur fékk svo gott sem óáreittur að misnota börn og unglinga áratugum saman þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir.  Á þriðjudag í næstu viku verður itarleg skýrsla gerð opinber þar sem glæpir munksins, Thaddeus Kotik, verða útlistaðir og hvernig það mátti vera að hann náði að fremja þá óáreittur þrátt fyrir fjölmargar kvartanir.

Glæpirnar áttu sér stað í munkaklaustri á eyjunni Caldey út fyrir strönd Wales. Íbúatala eyjunnar er breytileg en auk munka í klaustrinu búa yfirleitt nokkrar fjölskyldu að staðaldri á eyjunni. Í dag búa þar um 40 manns og hafa íbúar tekjur sínar fyrst og fremst af ferðamönnum sem þangað koma.  Kotik kom til eyjunnar á fimmta áratug síðustu aldar og gekk í klaustrið. Bjó hann síðan á eyjunni allt til dauðadags árið 1992. Hann þurfti aldrei að svara fyrir glæpi sína með nokkrum hæfi.

The Guardian fjallar um niðurstöður skýrslunnar en blaðamenn miðilsins fengu aðgang að henni fyrir opinbera birtingu. Í henni kemur fram að Kotik hafi þá áratugi sem hann bjó í klaustrinu tælt til sín börn með gjöfum til þeirra og foreldra. Þannig vann hann sér traust allra til þess að fremja myrkaverkin.

Það sem er mest sláandi er að svo virðist sem yfirmenn klaustursins hafi vitað af hneigðum Kotik en þrátt fyrir fjölmargar kvartanir og ábendingar var aldrei brugðist við og munkurinn stöðvaður. Fyrstu kvartanirnar gegn honum komu fram á áttunda áratug síðustu aldar en ábóti klaustursins gerði lögreglu ekki viðvart heldur veitti Kotik aðeins tiltal. Það gerði lítið til þess að stöðva níðinginn.

Þá er því varpað fram í skýrslunni að munkurinn hafi einnig útvegað öðrum níðingum aðgang að börnum. Fjórir menn sem hafa fengið dóm eða verið grunaðir um kynferðisbrot gegn börnum eru sagðir hafa dvalið um skeið á eyjunni, á mismundandi tímum, í boði Kotik. Dæmdur barnaníðingur að nafni Paul Asthon faldi sig til að mynda undir dulnefni á eyjunni í sjö ár en grunur leikur á að hann hafi tekið fjölmargar ósiðlegar myndir af börnum á eyjunni og dreift þeim til annarra barnaníðinga.

Munkaklaustrið á Caldey-eyju. Þangað koma tugþúsundir ferðamanna á sumrin

Fórnarlömb munksins hafa stofnað sérstök samtök, Caldey Island Survivors Campaign. Í viðtölum við börn sem lentu í klóm níðingsins hefur komið fram að mörg þeirra hafi verið misnotuð margsinnis sama daginn en munkurinn var duglegur að skipuleggja stranda- og skógarferðir með börnunum þar sem hann náði þeim afsíðis. Alls stíga sextán einstaklingar fram og eru til viðtals í skýrslunni um níðingsverk Kotik.

Fram kemur að yfirmenn klaustursins og aðrir munkar, sem að öllum líkindum vissu vel af glæpum Kotik, komu fram við mörg börnin af stækri fyrirlitingu. Eitthvað sem fórnarlömbin segja, nú á fullorðinsárum, hafi gert þjáningar þeirra enn verri.

Í dag búa sjö munkar í klaustrinu og hafa núverandi yfirmenn lýst yfir iðrun sinni hvernig haldið var á spilinum á síðustu öld.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Píratar bjóða upp í dans og segja Einar og Sjálfstæðisflokkinn ekki ráða ferðinni

Píratar bjóða upp í dans og segja Einar og Sjálfstæðisflokkinn ekki ráða ferðinni
Fréttir
Í gær

Opinber skrifstofa lokuð í þrjár vikur á meðan eini starfsmaðurinn er í fríi

Opinber skrifstofa lokuð í þrjár vikur á meðan eini starfsmaðurinn er í fríi
Fréttir
Í gær

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu

Segir ríkið víst eiga rétt á að krefja óskráða flokka um endurgreiðslu
Fréttir
Í gær

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra

Guðrún tekur slaginn við Áslaugu Örnu og Snorra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sagður reiða fram hundruð milljóna reglulega til að bjarga Pizzunni frá gjaldþroti

Sagður reiða fram hundruð milljóna reglulega til að bjarga Pizzunni frá gjaldþroti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Færa baráttuna við Bakkavararbræður til Íslands – „Þar sem borgarar hafa séð skaðann sem Guðmundssynirnir geta valdið“

Færa baráttuna við Bakkavararbræður til Íslands – „Þar sem borgarar hafa séð skaðann sem Guðmundssynirnir geta valdið“