Það er engin ástæða fyrir enska landsliðið að skipta um fyrirlið að sögn Thomas Tuchel sem tekur bráðlega við liðinu.
Tuchel verður ráðinn til starfa þann 1. janúar næstkomandi en hann hefur skrifað undir samning við knattspyrnusambandið.
Tuchel gaf í skyn eftir undirskrift að hann gæti mögulega breytt um fyrirliða en hefur víst engan áhuga á því að eigin sögn.
,,Það er engin ástæða til þess að horfa á aðra möguleika. Ég dáist að Kane og hans gæðum, hans karakter og leiðtogahæfileika,“ sagði Tuchel.
Kane hefur lengi verið aðalmaðurinn í sókn Englands en liðinu hefur þó mistekist að vinna stórmót.
Um er að ræða framherja Bayern Munchen sem vann einmitt með Tuchel um tíma hjá félaginu.