fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Fókus

Metsöluhöfundur mokar út milljónajólabónusum

Fókus
Laugardaginn 14. desember 2024 19:30

James Patterson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hundruð starfsmanna bókabúða fá jólabónusa frá rithöfundinum James Patterson.

Starfsmenn Thank You Books í Birmingham, Alabama, City Lights Books í San Francisco og The Nook í Cedar Falls, Iowa, eru meðal 600 bóksala sem fá 500 dollara jólabónus í ár frá metsöluhöfundinum James Patterson. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Patterson sýnir gjafmildi sína með þessum hætti því hann hefur verðlaunað sjálfstæða bóksala síðan 2015.

„Bóksalar bjarga mannslífum, punktur,“ sagði Patterson í yfirlýsingu sem gefin var út á þriðjudag í gegnum útgefanda hans, Little, Brown and Company. „Ég er ánægður með að geta þakkað þeim og því sem þeir hafa lagt á sig á þessu hátíðartímabili.“

Þeir sem fengu jólabónusana voru meðal annars tilnefndir af vinnufélögum og viðskiptavinum. Patterson valdi þá heppnu úr þúsundum umsókna.

„Við kunnum að meta fjárhagslegt örlæti Patterson sem og gjafmildi hans. Við höldum áfram að vera hrifin af og þakklát fyrir áframhaldandi stuðning hans við óháða bóksala,“ sagði Allison Hill, forstjóri American Booksellers Association, í yfirlýsingu. „Það er okkur mikilvægt að hann sjái og umbuni það dýrmæta hlutverk sem bóksalar gegna í greininni.“

Samhliða gjöfum sínum til bóksala hefur Patterson gefið milljónir dollara til skóla, bókasöfna og læsisáætlana. Árið 2015 afhenti National Book Foundation honum heiðursbókaverðlaun fyrir „framúrskarandi þjónustu við bandaríska bókmenntasamfélagið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórhildur opnar sig um erfið sambandsslit – „Ég var týnd þegar það byrjaði að flosna upp úr sambandinu“

Þórhildur opnar sig um erfið sambandsslit – „Ég var týnd þegar það byrjaði að flosna upp úr sambandinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“