Grínleikarinn Jim Carrey fer með aðalhlutverkið í Sonic the Hedgehog 3 þrátt fyrir að hafa tilkynnt fyrir tveimur árum að hann væri sestur í helgan stein.
„Jæja, ég er að hætta störfum. Já, líklega. Mér er frekar alvara,“ sagði Carrey við Access Hollywood á sínum tíma. „Það fer eftir ýmsu. Ef englar koma með einhvers konar handrit sem er skrifað með gullbleki sem segir mér að það verði mjög mikilvægt fyrir fólk að sjá myndina, gæti ég hugsað mér að mæta aftur, en ég tek mér pásu núna. Mér líkar mjög við rólegt líf mitt og mér finnst mjög gaman að setja mála og ég elska það andlega og mér finnst eins og – og þetta er eitthvað sem þú gætir aldrei heyrt aðra fræga segja: ég á nóg, ég hef gert nóg, ég er nóg.“
Tveimur árum síðar er leikarinn mættur aftur einfaldlega af því hann vantar peningana. Carrey endurtekur hlutverk sitt sem hinn vondi Dr. Robotnik í Sonic the Hedgehog 3, sem verður frumsýnt í kvikmyndahúsum í næstu viku.
Á frumsýningu myndarinnar í London á þriðjudag, spurði AP Entertainment Carrey um yfirlýsingu hans fyrir tveimur árum um starfslok.
„Þú sagðir í fyrra viðtali að þú myndir koma aftur ef þú fengir handrit skrifað með gullbleki skrifað af englum,“ sagði blaðamaður.
„Þetta gæti hafa verið ofsagt,“ svaraði Carrey og hló. „Ég kom aftur til þessa heims vegna þess að ég fæ að leika snilling, sem er svolítið erfitt. Og þú veist, ég keypti fullt af dóti og ég þarf peningana, satt að segja.“