Leikaraparið Vala Kristín Eiríksdóttir og Hilmir Snær Guðnason eiga von á barni saman. Vala Kristín greindi frá tíðindunum í færslu á Instagram-síðu sinni.
„Eitt rosalega óvænt á leiðinni,“ skrifaði leikkonan og birti blómstrandi mynd af sér í leiðinni.
Vala Kristín og Hilmir Snær fóru að rugla saman reitum árið 2023 etir að hafa unnið náið saman á sýningunni Oleanna í Borgarleikhúsinu.
Tuttugu og tveggja ára aldursmunur er á parinu en Hilmir Snær er fæddur árið 1969 og Vala Kristín árið 1991. Þetta verður fyrsta barn leikkonunnar en Hilmir Snær á fyrir eina dóttur úr fyrra hjónabandi með Bryndísi Jónsdóttur.
View this post on Instagram