Það er kraftaverk að sóknarmaðurinn Michail Antonio sé á lífi að sögn Julen Lopetegui, stjóra West Ham, eftir slys sem átti sér stað í síðustu viku.
Antonio lenti í harkalegu bílslysi og var útlitið svart um tíma en sem betur fer þá mun þessi 34 ára gamli sóknarmaður jafna sig.
Ferrari bifreið Antonio var gríðarlega illa farin eftir áreksturinn og voru margir sem óttuðust um líf leikmannsins um tíma.
,,Við munum heimsækja hann á föstudag eða laugardag en það mikilvægasta er að við erum svo ánægðir með að hann sé að jafna sig,“ sagði Lopetegui.
,,Það besta við stöðuna er að hann gat talað við okkur eftir leikinn við Wolves – miðað við ástand bílsins þá er það kraftaverk að hann sé á lífi.“
,,Hann er á batavegi og er að ná sínum styrk en á næstu mánuðum þarf hann fyrst og fremst að vera maður og svo getur hann orðið leikmaður.“