fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Valkyrjurnar halda ótrauðar áfram

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. desember 2024 17:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og Inga Sæland formaður Flokks fólksins upplýstu fjölmiðla um stöðu stjórnarmyndunarviðræðna á milli flokkanna, nú fyrir stuttu. Þær segja stefnt að því að hefja skrif á stjórnarsáttmála eftir helgina.

Vinnuhópar á vegum flokkanna hafa verið að störfum og segir Kristrún að sú vinna hafi gengið vel og allir hópar hafi skilað af sér. Þessi vinna muni gagnast síðan vel við skrifin á stjórnarsáttmála.

Inga Sæland gerði lítið úr orðrómi um ágreining þeirra á milli og sagðist ekki eltast við bull út í bæ.

Þorgerður Katrín sagði þó samtalið þeirra á milli enn vera yfirstandandi. Enn standi út af ágreiningsmál í kjölfar loka á störfum vinnuhópanna og þau þurfi að ræða um helgina.

Þær vildu lítið gefa upp um niðurstöður viðræðnanna það sem af er en endurtóku það sem áður hefur verið greint frá að ráðuneytum verði fækkað. Væntanleg ríkisstjórn muni hins vegar taka til hendinni og ganga í öll nauðsynleg verk. Inga sagði að fjölmiðlar ættu að hvetja þær til góðra verka og sagði að ein risaákvörðun hefði þegar verið tekin en greindi ekki nánar frá því í hverju hún felst.

RÚV greinir frá því að Inga hafi sagt kallað eftir stöðugleika og lækkun skatta. Hún hafi í kjölfarið verið  leiðrétt af Þorgerði sem hafi sagt lækkun vaxta í forgangi.

Kristrún sagði viðræðunar litast af versnandi stöðu ríkissjóðs og vísaði allri ábyrgð á henni til núverandi ríkisstjórnar.

Stefnt er að því að ljúka gerð stjórnarsáttmálans fyrir áramót en Þorgerður lagði áherslu á að hún gæti tekið tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia
Fréttir
Í gær

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Þetta er góð táknmynd af þeim stóra vanda sem Pútín glímir við

Þetta er góð táknmynd af þeim stóra vanda sem Pútín glímir við