Sævar Atli Magnússon, landsliðsmaður og leikmaður Lyngby í Danmörku, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
Sævar er sem fyrr segir leikmaður Lyngby í Danmörku og spilaði hann þar undir stjórn Freys Alexanderssonar, sem fékk hann til félagsins árið 2021, í rúm tvö ár. Freyr tók svo við Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni fyrir um ári síðan.
„Það var skrýtið. Ég var ekki búinn að heyra neitt af þessu. Við fengum bara skilaboð á Whatsapp um að hann væri farinn. Svona er fótboltann, þetta er skref upp á við fyrir hann og af hverju ekki að taka það? Við vorum mjög vel settir í deildinni áður en hann fór en skitum upp á bak í nokkra mánuði eftir að hann fór. En svo redduðum við okkur,“ sagði Sævar.
Hann viðurkennir að það hafi verið vægur skellur þegar Freyr fór til Belgíu.
„Þetta var smá sjokk fyrir mig.“
Umræðan í heild er í spilaranum.