fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fréttir

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. desember 2024 12:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flóki Invest er eignarhaldsfélag sem er hluti af svokallaðri Aztiq-samstæðu sem er stofnandi og stærsti hluthafinn í Alvotech. Flóki Invest hefur nú skrifað undir viljayfirlýsingu ásamt fasteignafélaginu Heimar um uppbyggingu og starfsrækslu allt að þriggja nýrra leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Staðsetning leikskólanna verður ákveðin í samráði við sveitarfélög og hagsmunaaðila og er stefnt á að uppbygging hefjist á fyrsta ársfjórðungi 2025 og að leikskólarnir verði komnir í rekstur á næstu 3-5 árunum.

Í tilkynningu segir að Alvotech, eins og mörg önnur fyrirtæki, standi frammi fyrir því að skortur á leikskólaplássi hefur áhrif á starfsfólk félagsins. Um 850 starfa fyrir Alvotech í höfuðstöðvum félagsins í Vatnsmýri. Þar af eru um 300 starfsmenn með börn í leikskóla og stærstur hluti þeirra er í Reykjavík.

Eftir ítarlega greiningu komst Alvotech að þeirri niðurstöðu að best væri að stofna fleiri leikskóla. Þannig geti félagið bætt aðstöðu starfsmanna með börn á leikskólaaldri. Félagið sér verkefnið eins fyrir sér sem hluta af samfélagslegri ábyrgð og stuðning við nærumhverfið. Fleiri leikskólapláss geti leyst sameiginlegan vanda og létt undir með foreldrum í viðkomandi hverfum.

„Hjá Alvotech sjáum við á hverjum degi hvað skortur á leikskólum er mikið vandamál fyrir starfsfólk okkar. Við vildum finna lausnir á því, en líka aðstoða aðrar fjölskyldur í sömu stöðu, í þeim hverfum þar sem leikskólarnir verða staðsettir. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að styðja við starfsmenn okkar en ekki síður allt nærsamfélagið,“ segir Jóhann G. Jóhannsson, einn af stofnendum Flóka Invest, í tilkynningu.

Halldór Benjamín Þorbergsson forstjóri Heima segir að félag hans sjái nú þegar um rekstur fasteigna fyrir einn grunnskóla og fjóra leikskóla. Heimar séu spenntir að geta nýtt þessa reynslu fyrir starfsfólk Alvotech og börn þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Snorri spyr hvort þetta sé í alvörunni umdeild skoðun fámenns hóps – „Hér er talað eins og við séum örlítill grenjandi minnihluti“

Snorri spyr hvort þetta sé í alvörunni umdeild skoðun fámenns hóps – „Hér er talað eins og við séum örlítill grenjandi minnihluti“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Bjarni Már: „Spurn­ing­in er ekki hvort Ísland þurfi að bregðast við, held­ur hvenær”

Bjarni Már: „Spurn­ing­in er ekki hvort Ísland þurfi að bregðast við, held­ur hvenær”
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir að Úkraína verði að velja á milli að verða bandarísk eða rússnesk nýlenda

Segir að Úkraína verði að velja á milli að verða bandarísk eða rússnesk nýlenda
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur

Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur
Fréttir
Í gær

Hátt í 30 manns bjargað af Eyjafjallajökli

Hátt í 30 manns bjargað af Eyjafjallajökli
Fréttir
Í gær

5 gista fangageymslur eftir nóttina

5 gista fangageymslur eftir nóttina