fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Milljónamæringur arfleiddi heimabæ sinn að auðnum með einu skilyrði

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 13. desember 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcelin Arthur Chaix, sem lést 95 ára, ólst upp í sveitarfélaginu Tourrettes í Frakklandi og bjó mestan hluta ævi sinnar í Tourrettes-sur-Loup. Þegar hann lést arfleiddi hann heimabæinn að auð sínum, en þó með einu skilyrði um í hvað peningarnir ættu að fara.

Í erfðaskrá sinni lýsti Chaix því yfir að peningana mætti aðeins nota í þjónustu til aldraða íbúa svæðisins, en íbúar eru alls rúmlega 4.000. Um mikla fjármuni er að ræða og er nýtt dagvistarheimili fyrir aldraða fyrirhugað og verður það opnað fyrir árið 2026.

„Dagvistarheimilið er ekki reist í hagnaðarlegum tilgangi, heldur félagslegum. Við getum talið okkur lánsöm vegna þessarar gjafar og við erum þakklát fyrir þessa gjöf fyrrum íbúa, sem átti enga lögerfingja, og skulum gefa herra Chaix standandi lófaklapp vegna þessa örlætis,“ sagði bæjarstjórinn Camile Bouge þegar erfðaskráin var lesin.

Tourrettes-sur-Loup

Erfðaskráin var lesin upp í ráðhúsinu á staðnum og samfélagið fékk að vita að hann hefði arfleitt það að 2,6 milljónir punda eða um 458 milljónum króna.

Vinna við „dagheimili aldraðra“, sem fram kemur í erfðaskrá hans, á að hefjast fljótlega.

„Við erum ekki að tala um hjúkrunarheimili aldraðra, heldur stað til að dvelja á og hitta aðra eldri borgara, sem glíma oft við einmanaleika,“ sagði einn embættismanna.

Heimamenn hafa greint fjölmiðlum frá því að Chaix hafi ávallt verið hjálpsamur og því hafi arfurinn og í hvað hann ætti að fara ekki komið þeim á óvart.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags
Pressan
Í gær

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson

Leynd viðvörunarmerki líkamans – 7 snemmbúin merki um Parkinson
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“

„Það er svo sannarlega ekki þess virði að veipa“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi