Kantmaðurinn Emmanuel Agyeman Duah er genginn til liðs við Vestra, en félagið staðfestir þetta.
Hinn 21 árs gamli Emmanuel kemur frá Gana og gerir hann þriggja ára samning við Ísfirðinga, sem héldu sér uppi í Bestu deild karla á sínni fyrstu leiktíð í ár.
„Ég er þakklátur fyrir að fá tækifærið og skrifa undir þennan samning. Þetta er stórt skref fram á við fyrir mig og ég er spenntur fyrir því sem við getum afrekað saman. Takk fyrir að sýna mér traust og stuðning,“ segir Emmanuel í tilkynningu Vestra.
Hann spilaði síðast fyrir HB í Færeyjum en þar áður fyrir AFC Eskilstuna og Hammarby TFF í Svíþjóð. Hann varð einnig U-20 Afríkumeistari með Gana árið 2021.