fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 13. desember 2024 10:30

Ferðamaðurinn var búinn að panta og þá var ekki aftur snúið. Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur ferðamaður á Íslandi sem hugðist slaka á í Sky Lagoon fékk heldur betur annað en hann bjóst við. Tók hann upp myndband sem um 2 milljónir hafa hafa horft á á TikTok.

Ferðamaðurinn, sem er kona að nafni Niki Nonkovic, búsett í London, birti myndbandið fyrir um mánuði síðan, 12. nóvember. Í gær var fjallað um myndbandið í Newsweek.

Í myndbandinu sjást fjölmargir gestir baðstaðarins lenda í sterkum vindhviðum. Svo sterkum að þeir eiga beinlínis erfitt með að halda sér á sínum stað. Yfir myndbandið er skrifað: „Já, engar áhyggjur, við vildum hvort eð er ekkert slaka á.“

„Við vorum búin að panta okkur í Sky Lagoon, svo við fórum en það var hvasst svo ekki sé meira sagt,“ segir Niki við Newsweek.

@niknonkontiktok Yeah no worries we didnt want to relax anyway #skylagoon #iceland ♬ Titanic flute fail – kate dwyer

Eins og gefur að skilja hafa margir netverjar skrifað athugasemdir við færslu Niki. Meðal annars fólk sem hefur ferðast til Íslands og í Sky Lagoon.

„Vá! Þetta er brjálað. Við vorum þarna í desember og það snjóaði svo mikið. Algjörlega ógleymanlegt!“ segir einn.

Annar er lausnamiðaður í sinni athugasemd. „Vertu með lopahúfu eins og við vorum með. Eða farðu í sauna og gufuhellinn. Eða harkaðu þetta bara af þér og fáðu þér annan bjór,“ segir netverjinn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans