Erlendur ferðamaður á Íslandi sem hugðist slaka á í Sky Lagoon fékk heldur betur annað en hann bjóst við. Tók hann upp myndband sem um 2 milljónir hafa hafa horft á á TikTok.
Ferðamaðurinn, sem er kona að nafni Niki Nonkovic, búsett í London, birti myndbandið fyrir um mánuði síðan, 12. nóvember. Í gær var fjallað um myndbandið í Newsweek.
Í myndbandinu sjást fjölmargir gestir baðstaðarins lenda í sterkum vindhviðum. Svo sterkum að þeir eiga beinlínis erfitt með að halda sér á sínum stað. Yfir myndbandið er skrifað: „Já, engar áhyggjur, við vildum hvort eð er ekkert slaka á.“
„Við vorum búin að panta okkur í Sky Lagoon, svo við fórum en það var hvasst svo ekki sé meira sagt,“ segir Niki við Newsweek.
@niknonkontiktok Yeah no worries we didnt want to relax anyway #skylagoon #iceland ♬ Titanic flute fail – kate dwyer
Eins og gefur að skilja hafa margir netverjar skrifað athugasemdir við færslu Niki. Meðal annars fólk sem hefur ferðast til Íslands og í Sky Lagoon.
„Vá! Þetta er brjálað. Við vorum þarna í desember og það snjóaði svo mikið. Algjörlega ógleymanlegt!“ segir einn.
Annar er lausnamiðaður í sinni athugasemd. „Vertu með lopahúfu eins og við vorum með. Eða farðu í sauna og gufuhellinn. Eða harkaðu þetta bara af þér og fáðu þér annan bjór,“ segir netverjinn.