Barron er sonur Donald Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, og Melaniu Trump. Hann er átján ára gamall og hóf nám við viðskiptaháskólann Stern í New York í haust.
„Hann er klárlega kvennabósi. Hann er mjög vinsæll hjá dömunum,“ segir heimildarmaður People.
„Hann er hávaxinn og myndarlegur. Mörgum virðist þykja hann aðlaðandi, já, meira að segja frjálslyndum líkar vel við hann.“
Barron er yngsti sonur Donald Trump og eina barn hans með núverandi eiginkonu sinni, Melaniu Trump.
Foreldrar hans héldu honum að mestu frá sviðsljósinu þegar hann var yngri en undanfarið hefur almenningur fengið að sjá meira af honum. Barron varð átján ára í vor og hefur verið duglegur að mæta á viðburði með foreldrum sínum. Hæð hans hefur vakið mikla athygli en hann er mjög hávaxinn, kominn vel yfir tvo metrana.
Sjá einnig: Hæð Barron Trump vekur athygli – 18 ára og kominn vel yfir tvo metrana