fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fréttir

Ef málið væri ekki svona alvarlegt ættu viðbrögð SVEIT heima í áramótaskaupinu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. desember 2024 18:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef málið væri ekki svona alvarlegt þá ætti þessi frétt um að Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði ætli að endurskoða kjarasamning við Virðingu heima í áramótaskaupinu.“

Þetta segir formaður Starfsgreinasambandsins, Vilhjálmur Birgisson, í færslu á Facebook. Tilefni skrifanna er tilkynning SVEIT, Samtaka félaga á veitingamarkaði, um að félagið ætli að endurskoða kjarasamning við stéttarfélagið Virðingu eftir harða gagnrýni og boðaðar aðgerðir Eflingar.

Efling hefur undanfarna viku staðið í harðri baráttu eftir að nýtt stéttarfélag, Virðing, opinberaði tilvist sína með því að gera kjarasamning við SVEIT þar sem launafólk í hótel- og veitingarekstri er svipt réttindum og látið taka á sig verri kjör en Efling hafði samið um fyrir þeirra hönd.

„Enda er þetta gervistéttarfélag stofnað af forsvarsmönnum Samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði,“ segir Vilhjálmur en bent hefur verið á að forsvarsmenn Virðingar hafi tengsl við ýmist SVEIT eða aðra aðila í veitingarekstri. Því séu atvinnurekendur í raun að gera kjarasamning við sig sjálfa og kjörin því alfarið á þeirra forsendum.

Sjá einnig: Mikil eigna- og fjölskyldutengsl formanns SVEIT við stjórnarkonu Virðingar – Tengjast Kampavínsfjelaginu og Fiskmarkaðinum

Efling hafði sent fyrirtækum í SVEIT orðsendingu og boðað harðar aðgerðir ef fyrirtækin legðust ekki gegn kjarasamningnum við Virðingu. Hafa mörg félög brugðist við með því að segja sig úr SVEIT.

Vilhjálmur segir að auðvitað hafi SVEIT nú áttað sig á þeim lögbrotum sem félagið hafi ástundað með því að gera samning við sjálft sig.

„Ég trúi ekki að alvöru fyrirtæki á veitingamarkaði hafi samvisku í að kenna sig við Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði eftir þessa ólöglegu aðför að réttindum verkafólks sem starfar í þessum geira.

Þessi gjaldfelling á launakjörum og réttindum starfsfólks á veitingamarkaði er ein grófasta aðför verkafólks um langt áratugaskeið og morgunljóst að hvorki Starfsgreinasamband Íslands né Efling munu láta þessa aðför átölulaust.

Ég er „ögn“ hissa hversu lítið Samtök atvinnulífsins hafa látið hafa eftir sér yfir þessum ólöglega gervikjarasamningi enda er verið að skekkja samkeppni hjá fyrirtækjum innan SA sem eru með löglega kjarasamninga við SGS og Eflingu fyrir umrædd störf. “

Vilhjálmur minnir á með hvaða hætti kjör verkafólks eru dregin niður í téðum samningi:

  • „Dagvinna er greidd á virkum dögum til kl. 20:00 (til kl. 17:00 hjá SGS)• Vaktaálag á virkum kvöldum eftir kl. 20 er 31% (33% álag eftir kl. 17:00 hjá SGS)
  • Dagvinna á laugardögum til kl. 16:00 (45% álag allan daginn hjá SGS)
  • 31% álag á sunnudögum (45% álag hjá SGS)
  • Ekkert stórhátíðarkaup
  • Kjör ungmenna á aldrinum 18-21 árs eru skert
  • Heimilt að gera breytingar á starfshlutfalli með viku fyrirvara (uppsagnarfrestur
    gildir hjá SGS)
  • Réttur barnshafandi kvenna er skertur.
  • Lakari veikindaréttur starfsfólks og vegna barna
  • Lakari orlofsréttur
  • Lakari uppsagnarfrestur
  • Ekkert um sérstaka sjóði og greiðslur í þá
  • Ýmis félagsleg réttindi eru skert sem og réttindi og möguleikar trúnaðarmanna
    á að gegna starfi sínu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?

Guðrún boðar til fundar – Er hún á leið í formanninn?
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Foreldrar á landsbyggðinni töpuðu á sumarfríinu

Foreldrar á landsbyggðinni töpuðu á sumarfríinu
Fréttir
Í gær

Sló barnsmóður sína í andlitið þegar hún hélt á syni þeirra

Sló barnsmóður sína í andlitið þegar hún hélt á syni þeirra
Fréttir
Í gær

Framhaldsskólakennari varar Church Bros við fordómafullum biblíutextum – „Tvíeggja sverð“

Framhaldsskólakennari varar Church Bros við fordómafullum biblíutextum – „Tvíeggja sverð“