Louis Saha, fyrrum leikmaður Manchester United og fleiri liða, fór mikinn í viðtali á dögum þar sem hann ræddi meðal annars málefni liðsins.
Sagði Saha til dæmis að United ætti að sækja Paul Pogba aftur til félagsins og þá tjáði hann sig einnig um Cole Palmer, sem er búinn að vera stórkostlegur fyrir Chelsea frá því hann kom þangað frá Manchester City í fyrra.
„Það væri vel skiljanlegt ef Palmer færi til Manchester United einn daginn því hann ólst upp sem stuðningsmaður liðsins,“ segir Saha.
Hann bætti þó við að hann telji líklegast að Palmer endi hjá Real Madrid einn daginn, fari hann frá Chelsea. Stuðningsmenn United geta hins vegar látið sig dreyma.